Heil og sæl aftur, nú er ég mættur hér !

Eftir tveggja ára veru á “Facebook” þá hef ég gefist upp á þeirri auglýsingaveitu og er lentur hér aftur með innantóm skrif um allt og ekkert.

Viljum við “gróðahyggju” eða “samfélagshyggju” ??

Lífið er ást, kærleikur, fjölskylda, væntumþykja, vinir, margir vinir, umhyggja fyrir vinum og þeirra fjölskyldu, umhyggja fyrir nánasta samfélagi, umhyggja fyrir nágrönnum og eignum þeirra, Samfélagið í heild og hverfisbundið, samfélagið út á landi eftir sveitum, umhyggjan fyrir lífinu yfirleitt, ást og umhyggja fyrir samfélaginu í heild og þykja vænt um hvern og einn hvort sem hann býr í sveit eða þéttbýli, afskekkt eða við þjóðveg. Lífið er allt þetta, við verðum að taka tillit til allra, miða okkar hugsjónum út frá samfélagshugsjóninni.

Sumir segja það skref til baka.!!  En er það ekki einmitt skref áfram, að byggja samfélagið aftur upp á því að verða sjálfbær í fæðu t.d. ef Katla færi að gjósa.  Þessi “lásí” verðkönnun sem gerð var um daginn og þar sem dregin var sú ályktun að íslenskur landbúnaður væri að hækka matvöruverð gríðarlega. Var enn eitt dæmið um viðskiptaveldi í andarslitrunum, því enginn íslendingur sem kaupir daglega inn til matar trúir svona kjaftæði í dag, Það var hægt að ljúga þessu endalaust á meðan gengið hjálpaði þessum gaurum sem í þá daga, sem í dag eru allir orðnir gjaldþrota og sitja uppi með innlenda framleiðslu sem þeir lögðu nótt við dag að reyna útrýma hér á landi.

Og enn eru þeir að reyna að “gjélda” lanbúnaðinn, því ef eitthvað bjátar á eru þessi aumingjar að vorkenna sér undan háu verði frá bændum landsins, en leyfa sér undanbragðalaust að hækka innfluttar vörur án trúverðugra sannana.

Ég lýsi líka frati á Bændasamtökin og Landsamtök Kúabænda og Landsamtök Sauðfjárbænda, að svara ekki svona augljósum rugludöllum fullum hálsi, og leyfa ekki nokkrum manni að komast upp með svona lygar í fjölmiðlum, því þetta eru ekkert annað er lygar sem neytandinn trúir, Því neytandi í dag er bara matreyddur bæði hvað gæði og verð snertir. Hann veit bara það sem honum er sagt annað ekki.

BÍ verður nú að fara að standa í lappirnar og svara fyrir bændur eins og almennilegt verkalýðsfélag, BÍ er ekkert annað í dag……

Kaffihúsið “Berg” á Dalvík !

Þó skömm sé frá að segja þá fórum við í fyrsta skiptið á Kaffihúsið Berg á Dalvík s.l. laugardag, mörgum mánuðum eftir að það var opnað, og svo telur maður sig vera Svarfdæling og Dalvíking sem styður alla nýbreytni í byggðarlaginu, og svo lætur maður ekki sjá sig. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga hjá okkur !!

En ég hvet alla sem leið eiga um Dalvík, já og bara þá sem búa í Dalvíkurbyggð að “droppa” við og fá sé kaffi, kakó, safa og ég veit ekki hvað, og svo ekki sé nú mynnst á heimabakaðar tertur, kökur eða brauð, allt hvað fólk vill kalla þetta.

Ég var yfir mig hrifinn og bara hissa hvað er virkilega notalegt að sitja þarna. Ég var fyrirfram búinn að ákveða að þetta væri gróft og kuldalegt, en ég þurfti að éta það ofan í mig hressilega, með dýrindis flatbrauði og kökusneið með rjóma, allt heimabakað.

Inga , Svala , og Bogga eru að gera frábæra hluti þarna, og það á bara að vera skylda allra að droppa þarna við.

Kaffihúsið “Berg” er hlýlegt og notalegt, frábærar veitingar, þarna getur ferðafólk sótt allar upplýsingar um Dalvíkurbyggð á einum stað, mjög hlýjar og góðar móttökur, og síðast en ekki síst, ódýrt !!!

Gangi ykkur vel með þetta Inga, Svala og Bogga, þetta var akkúrat það sem Dalvík þurfti á að halda.

Takk fyrir okkur !!

Leikskólinn Fagrihvammur á Dalvík (Kátakot) !!

Við eigum tvo yndislega drengi. Annar er fimm ára og er að berjast við “einhverfu”, en hinn er þriggja ára og er aðallega að berjast við frekju og stjórnsemi, en það er vel innan eðlilegra marka..

Þeir eru báðir á leikskólanum “Fagrahvammi”(Kátakoti) á Dalvík.

Fljótfrásagt þá líkar okkur mjög vel við leikskólann og allt starfsfólkið sem þar er.

Helga Helgadóttir er með Magna okkar, einhverfann, og hún er bara frábær. Honum þykir svo vænt um hana og treystir henni mjög vel, sem er oft erfitt hjá einhverfu. 

Helga Snorra hefur náttúrulega unnið þrekvirki á árum áður, svo eru þær þarna  Dóra, Ása, Emmi, Guðrún Anna, Helgurnar báðar, Harpa og Lárey.

Ástarkveðjur til ykkar allra á “Fagrahvammi”(Kátakoti).

Eurovision á Íslandi 2010 !

Ég segi það strax að ég hefði vilja sjá “I believe in angels” með Sigrunu Völu fara til Noregs.

En Hera Björk var valin og ekki að ósekju, því hún er langbesta söngkona okkar Íslendinga í dag.  Þið sem fóruð t.d. á Frostrósirnar í ár , sáuð það og heyrðuð að hún átti alla þá tónleika skuldlausa frá kvenþjóðinni, og Friðrik Ómar sérstaklega þegar hann tók “Ave maria”, það var bara “geðveikt”.

En allir sem mig þekkja vita að ég var óánægður með úrslitakvöldið, áður voru dottin út lög sem áttu sannarlega að vera í úrslitunum og svo öfugt.

En af þeim lögum sem komust í úrslitin, þá var ég mjög ánægður með að Hera kæmist þá áfram sem flytjandi, því ég veit að hún á eftir að heilla allt og alla í kringum sig, hún er bara þannig.

En pólítíkst væri það rosalega sterkt að Hera og Jogvan gætu gert þetta lag að einhverskonar dúett.  Þannig gæti Ísland þakkað Færeygingum á mjög svo opinberum og alþjóa vettfangi fyrir þá skilyrðislausu og eindrægnu hjálpsemi sem þeir sýndu Íslensku þjóðinni, með því að lána íslandi pening á meðan engar aðrir þjóðir þorðu og þora ekki enn að lána krónu, og þá ekki nema með hinum og þessum skilirðum.

Það væri bara æðisleg og mjög táknræn þökk frá Íslandi til Færeyjar, ef hægt væri að koma þeim báðum Heru og Jógvan fyrir á sviðinu í Noregi, Færeyjar eiga það inni hjá okkur svo ekki sé meira sagt.

Útsvar Dalvík - Rykjavík !

Ekki var nein spenna í Útsvari í kvöld, en Dalvíkingar stóðu sig með príði, ég held að ég hafi staðið uppi með heil þrjú stig þegar allt var talið eftir keppnina.

Þau voru alla vega betri en ég. Og ekki furða.

Reykvíkingar voru betri í kvöld, og þannig var það.  En ég fyllist alltaf einhverju “samhyggðar-stolti” (kanski er þetta orð ekki til) þegar ,mótherinn stendur upp eftir bardaga og færir andstæðingi sínum gjöf til marks um að “eigi skuli erfa bardaga þennannm, heldur fylkja liði og gleðjast í sátt og samlindi”.

Þetta hefur Dalvíkurbyggð gert í tvígang. Fjallabyggð nágrannir vorir fengu kort í fjallið og í sund, og sönglagadisk.

Reykvíkingar fengu diskinn með Karlakórnum okkar Dalvíkinga. Mjög rausnarlegt svo ekki sé meira sagt.

Dalvíkurbyggð hefur verið lang gjöfulasti og verðugasti andstæðingurinn, hann gefur alltaf eitthvað til baka.  Þannig er líka Dalvíkurbyggð í heild sinni,  Þú færð svo margt margfalt til baka þegar þú heimsækir Dalvíkurbyggð, meiri segja óundirbúið, það eru allir undirbúnir fyrir þig, þó þú  vitir ekkert hvað þig langar að gera.

Fíkniefnaleit í framhaldsskóla !!

Ég er ekki alveg að skilja þessa andúð á því að lögregla og aðrir sem um málin fjalla, geri óvænta húsleit í framhaldsskólum landsins að fíkniefnum.  Hvað hefur sá einstaklingur á móti slíkri skoðun, nema Þá að eitthvað sé gruggugt í hans fórum. 

Mér finnst þetta frábært framtak hjá skólastjórnendum og lögreglu og öllum sem að þessu máli koma, og vona að þetta verði gert í öllum framhaldsskólum, öllum að óvörum, til að sinna því forvarnarverkefni sem þessar aðgerðir skila alveg margfalt í ríkiskassann. Því margir sem voru næstum, þeir hættu við, og það er sko dýrmætara en eitthvert mjálm í umboðsmanni Alþingis og annara, þeir ættu að veita kröftum sínum í allt annað á þessum tímum og láta lögregluna í friði við þjóðþrifa-verkefni, sem allir vilja og skilja.

Þetta er hið breytta Ísland með skjaldborg um heimilin !!

http://frettir.ruv.is/frett/taka-ser-milljonalaun-eftirlits

http://www.visir.is/article/20100217/FRETTIR01/9http://www.visir.is/article/20100216/FRETTIR01/804622616/-166182904/-1

http://blogg.visir.is/gudmunduroli/?p=5150

http://www.dv.is/frettir/2010/2/17/borgin-greiddi-meintum-mansalsmanni-milljonir/

http://www.dv.is/frettir/2010/2/14/thau-liggja-undir-grun/

http://www.dv.is/frettir/2010/2/14/afskriftir-audmanna/

http://www.dv.is/frettir/2010/2/13/eyglo-skjaldborgin-i-kringum-banka-og-fjarmalastofnanir/

http://www.dv.is/frettir/2010/2/13/sami-eigandi-fyrir-og-eftir-gjaldthrot/

http://www.dv.is/frettir/2010/2/12/studningsmadur-gunnars-fekk-tugi-milljona/

http://www.dv.is/frettir/2010/2/11/gunnar-fekk-lan-fra-karli/

http://www.dv.is/frettir/2010/2/11/finnbogi-segir-lanid-hafa-verid-neydarlan-icelandic-group/

http://www.dv.is/frettir/2010/2/10/einar-karl-fekk-milljonir-fra-kaupthingi/

Svona má lengi lóðsa um vefinn, allstaðar er skjaldborg heimilina snúið á hvolf, þannig að heimilin skuli borga á meðan allir sem sukkuðu í ruglinu fái að halda því áfram með blessun Jóhönnu, Steingríms og ekki síst Viðskiptaráðherrans okkar sem var hvað stór-kjaftaðastur fyrir tíð þessarar ríkistjórnar, en hefur sjálfur ekki náð að skrúfa fyrir sukkið nema síður sé,  en hefur náð því fram að hækka útgjöld heimila með skattahækkunum og öllum mögulegum útgjöldum sem til eru.

Ríkisstjórn Íslands segjast ekki geta gert neitt út af hinu og þessu til þess að hjálpa gjaldþrota þjóð frá örbyggð og ölmusu. Þvílíkt kjaftæði og úrræðaleisi frá þessu aumingjans fólki. Er þetta fólk ekki á löggjafarsamkundu þjóðarinnar, eru þar ekki sett lög, því setja þá þessir vesalingar ekki lög og reglur um það að fólki og fjölskyldum sé bjargað þannig að því verður bjargað, ekki bara fyrir næsta horn.

Svo á maður að bera virðingu fyrir Alþingi Íslands, er það hægt ???????????

Armenska söngdívan Eva Rivas !

Var að dunda mér á youtupe.com, og sló upp nafni Evu Rivas sem singur fyrir hönd Armenínu í Eurovision í ár.

Ég skora á ykkur sem aðhyllast frekar hugljúfri tónlist að skrá nafn hennar á leit á youtube.com og hlusta á lögin hennar þar, hún er alveg frábær finnst mér, alveg frábær.

Meira um Eurovision !!

Á eurotimarnir.blogspot.is eru birt lög frá þeim löndum sem búin eru að velja sitt framlag í Eurovision 2010.

Lögin falla misjafnlega að smekk mann eins og á að vera í Eurovision.  Tíu lönd eru búin að velja sitt framlag, og þau eru þessi :  Albanía, Armenía, Danmörk, Finnland, Holland, Ísland, Kýpur, Pólland, Noregur og Sviss.

Af þessum tíu lögum finnst mér lögin frá Armeníu, Finnlandi, Kýpur og Noregi standa upp úr.

Armenía sendir Evu Rivas gullfallega dömu sem getur sungið betur en margur annar. Lagið er þjóðlegt, en kaflaskipt, en fellur vel við hlustun.

Finnska lagið er líka mjög þjóðlegt og heimilislegt einhvernveginn. Flutningurinn mjög afslappaður og skemmtilegur. Flott útsetning og raddir.

Kýpur er með gítarsnilling í forgrunni sem getur sungið líka. Þetta er bara flott lag og flottur fluttningur.

Norski Didrik Solli-Tangen er alveg rosalegur söngvari. Frábær rödd og rosalegt tónsvið sem þessi drengur hefur. Lagið hugljúft en mjög kraftmikið, það kæmi mér ekkert á óvart að Eurovision yrði haldin í Noregi líka 2011.

Ísland sendir örugglega langbestu söngkonu keppninar í ár, það getur engin orðið betri en Hera Björk. En lagið er önnur tilraun af This is my life, og lítið meir um það að segja, en ég sendi Heru og hennar fólki bestu óskir um gott gengi, kanski það verður til árangurs, þegar væntingar eru ekki miklar. Hver veit ?  !!!  Áfram Ísland..!