Friðrik Ómar !

 Ok, nú á ég að skrifa um “Friðrik Ómar” !!!!!

Fyrst þegar Friðrik kom í heimsókn til mín, þá var hann um s.a. 9 ára, þá bjó ég í Hjarðarslóð 1a. Síðan kom hann oft í heimsókn, þó að við flyttum um bæjinn,  en hann kom alltaf í heimsókn af því að við vorum frændur. Mjög sterk einkenni hans voru á þessum árum, íslenskunotkuninn hjá honum frá ömmu hans á Auðnum í Öxnadal og svo texta og laga kunnátta hans af ekki eldri dreng að vera.

Við frændurnir stóðum saman í “Karnivalband Dalvíkur”, þar fengum við til liðs við okkur hljóðfæraleikara á Dalvík og Ólafsfirði og söngvara úr byggðarlaginu, en eins og annarsstaðaar þá fer hver í sína átt og sumir fóru í sína átt áður en til var ætlast og munum við það enn. Karnivalkjarninn stóð svo fyrir jólakarnivali sem lukkaðist mjög vel. En þar var kjarninn “Friðrik Ómar” eins og í  öllum öðrum uppfærslum.

Ég og Friðrik eigum saman nokkur lög og texta. Þessi lög og textar þykir mér mjög vænt um og vona að verði ekki föndrað með á nokkurn hátt. Allir textarnir eru samdir við lög Friðriks, og falla vel að laglínu á allann hátt.

Að Friðrik skuli vera kominn svona langt í söngnum eins og orðið er, kemur mér ekkert á óvart.  En það sem öllum hlýtur að vera ljóst er það að hann er orðinn fremsti söngvari okkar Íslendinga, án nokkurra “Idol-keppni” eða “X-factor” eða bandið hans …….???. Eða nokkurrar auglýsingarherferðar honum til heiðurs, nema síður sé, frekar hafa eins og vefmiðlar reynt að klaga hann niður en ekki tekist sem betur fer!!

Það sem að ég er svo stoltur af “frænda” er það, að hann þarf ekki að þakka einum né neinum það hversu góður, eða frægur söngvari hann er, hann er búinn að leggja það niður fyrir sig sjálfur og stendur og fellur með því og gerir það án stuðnings, en hann hefur bara miklu meiri stuðning en hann heldur.

Þar er Dalvíkin og Svarfaðardalurinn, sterkasta vígið og það klikkaði ekki, enda fór sem fór..   Til hamingju þið öll, og okkur þykir ekki mikið að þið komið í bæjarfélagið og syngið  fyrir okkur einu sinni eða oftar. ÞAÐ VERÐUR VEL SÓTT, VIÐ LOFUM ÞVÍ.!!!!

 INNILEGAR KVEÐJUR ÚR SVARFAÐARDAL

GUNNI OG GUÐRÚN

BÚRFELLI.
 

Ein ummæli

  1. 24. febrúar 2008 kl. 16.52 | Slóð

    Til hamingju með frænda þinn!

    Þá er ég búin að fá skýringuna á hinum góða og skýra framburði sem hans, sem aðrir ungir söngvarar mættu taka sér til fyrirmyndar.Fyrir utan það vil ég segja honum til hróss að mér virðist hann afskaplega ljúfur “drengur” og að sviðsframkoman er með því besta sem sést hjá söngvurum hér á landi, lífleg og skemmtileg.