Eurovision 2008!

Ég er einn af þessum Eurovision aðdáendum, en hef þó reynt að halda því leyndu eins og hægt hefur verið, en það gengur víst ekki lengur. Allt of margir kunnigjar vita þetta nú þegar og oft er verið að spyrja mig, hver vinnur og því um líkt.

Málið er að “vandi er um slíkt að spá”. Það var bara í fyrra sem ég var 100% viss um hvaða lag myndi vinna og það gekk eftir. “Lesbían” frá Serbíu át keppnina í fyrra og átti það svo sannarlega skilið, frábær flutningur og mjög gott lag.

Í ár veit ég ekkert. Ég er búinn að hlusta á öll lögin nokkuð oft en það virkar bara ekki. Sum eru glötuð eins og gengur en mér finnst bara alltof mörg lög sæmileg, góð, eða mjög góð.

Í fyrsta lagi finnst mér Friðrik frændi, Regína og þeirra fólk, vera að gera frábæra hluti. Metnaðurinn er allsráðandi og ekki verið að fara í þessa keppni til að sukka eða sína af sér einhverja gervigreind eins og reynt var með Silvíu sálugu. Ég þekki frænda vel og hann líður ekkert helv…. hálfkák eða meðalmennsku, allt skal vera eins gott og hægt er.  Ég var reyndar hrikalega spældur fyrst þegar fréttir bárust af því að dansararnir voru látnir fjúka fyrir bakraddir. Mér fannst þær svo ofboðslega flottar á úrslitakvöldinu (hef pínu áhuga á dansi, þó það sjáist ekki á mér í dag), þær höfðu greinilega lagt gríðarlega vinnu í æfingar, því samheldnin og tímasetningar var bara fullkomið hjá þeim.

En þegar frá líður, þá var þetta kannski rétt. Bakraddirnar eru að fylla lagið betur og eins held ég að Friðrik og Regína fái meiri stuðning á sviðinu frá bakröddum heldur en frá dönsurum. En það verður spennandi að sjá hvort Guðrún og Pétur taki ekki nokkrar “fettur” frá dönsurunum, þegar á hólminn verður komið, það verður bara að fórna öllu.

Mér finnst eins og oft áður, norðulanda lögin skratti góð. Finnarnir eru með þungt rokk, og þó ég sé ekki þannig gerður, þá er þetta ekki svo galið lag. En það fer ekki langt.

Danirnir valda mér vonbrigðum í ár reyndar. Ekkert frumlegt hjá þeim, allt í lagi lag en grípur ekkert.

Svo er það Sænska “dívan” Charlotte Pirelli . Hún er með gríðarlega magnað lag og eins og allt sem hún hefur sungið og flutt er það fullkomið. Hún heillaði mig mjög (Ekki andlitið) heldur röddin og lagið. Gríðarlega flott söngkona og örugg í öllu sem hún er að gera.

En sá flytjandi sem heillaði mig upp úr öllu og sprengdi mitt hjarta, það er hin Norska Maria Haukaas Storeng. Í upphafi kolféll ég svona fyrir röddini. Hún hefur það sem ég kalla draumasöngrödd dægurlagasöngkonu. Fyrir það fyrsta er hún með það sem maður kallar af hógværð “sexý” rödd. Rosalega fyllt, frekar djúp, kraftmikil og örlítið brotin, sem auðveldar “fals-ettur” og háa tóna. Þessi stelpa er að mínum dómi alveg hreint æðisleg söngkona, ég þekki hana ekki meira en það ?!! (Því miður) Svo finnst mér bara lagið alveg hreint æðislegt, það greip mig strax, þegar ég var búinn að ná mér niður af hrifningu raddarinnar, þá var lagið svo grípandi, hugljúft, fallegur boðskapur og einfaldur og látlaus fluttningur. Noregur fær 12 stig frá mér alveg hiklaust.

Svo er Serbía með gullfallegt lag í ár eins og í fyrra. Mjög þjóðlegt og fallegur fluttningur. Það kæmi mér í sjálfu sér ekkert á óvart þó þeir mundu bera sigur úr býtum aftur.

Svo eru góð lög þarna eins og Albanía sem er í miklu uppáhaldi hjá mér líka, Armenía er með fallega söngkonu og hresst og gott lag. Belgía er með hálfgerðann “nunnusöng”. Ég hló nú fyrst þegar ég heyrði þetta, en ég hlæ ekki lengur því þetta er flott og grípandi, og mjög vel flutt og glæsileg útsetning. Búlgaría er með mjög ömurlega byrjun en ágætis melódía inná milli, ekki gott !  Króatía er með mjög skrítna byrjun, en lagið er flott, með djúpum baritón-söngvara, of mikið tal, en melódían flott sem á eftir að koma á óvart. Kýpur er þjóðlegt í byrjun, en lifnar mjög og er bara mjög áheyrilegt og eins og Króatía á þetta eftir að koma á óvart. Lettland er með hálfgerðan “Hey,hey,hey” söng og er ágætt. Litháen er með svona gamaldags ballöðu, en er ágæt, veit ekki hvað það gerir. Moldova er með svona “Shadei” lag af gamla skólanum, ágætt lag og hugljúft, en ég veit ekki?! Holloand er með hresst lag og mér finnst það svolítið gæjalegt, gæti náð langt. Pólland er með fallegt lag í ár, minnir svolítið á Chelen Dion lag, mjög fylltur og flottur undirleikur sem á köflum samt yfirgnæfir sönginn, þetta gæti samt náð langt. Portugal er með líka gæjalegt lag, mjög alþýðulegt, en ekkert afgerandi, veit ekki?!!  Rúmenía er með hugljúfa ballöðu, sem enginn veit hvar lendir, gæti komið á óvart. Rússar eru að fá ótrúleg viðbrögð á “esctoday.com”.  Mér finnst það ekki verðskuldað miðað við önnur lög. Þetta er svona “stunu” útgáfa af ástarsöng sem bara “Hreimur” gætti gert betur. En hver veit ?! Slóvenía með flott lag í anda Svíþjóðs og Íslands, kemur mjög sterkt inn, verður ofarlega.Spánn er allt öðruvísi en aðrir, það kemur þeim vel áfram, en hversu langt, ?? Sviss á mjög fallega ballöðu, með góðum söng, gæti náð langt.Bretland er með gamaldags diskólag, fer ekki langt held ég. Írski kjúklingurinn hlýtur að fá salmonellu og detta út strax í byrjun, ég vona það alla vega.

Mín spá um sex efstu sætin á úrslitakvöldinu er því þessi, þó ég voni svo sannarlega að Friðrik og Regína rústi þessu, eða til vara,(eins og sagt er í dómstefnum) að Norska heilladísin mín vinni þetta bara. Þá held ég að þetta endi svona.

1) Serbía

2) Svíþjóð

3) Armenía

4-6) Noregur, Slóvenía, Ísland……

Góða skemmtun !

Ein ummæli

  1. Dóra Sveinsdóttir
    4. maí 2008 kl. 13.34 | Slóð

    Já það verður gaman að sjá hvernig úrslitin fara, eg nokkun vegin sammála þer með úrslitin. En hvenær nákvæmlega er keppnin sjálf?