EUROVISION-ÞORPIÐ ! Dalvíkurbyggð !!!!

Jæja nú nálgast stóra-stundin, Eurovision-keppnin.

Júlíus Júlíusson, “SENDIHERRA”  Dalvíurbyggðar, hefur blásið til hátíðar, nú sem aldrei fyrr, og hefur eins og honum er einum lagið, að fá alla íbúa Dalvíkurbyggðar með sér, börn jafnt sem eldri íbúa, til að halda “fjölskyldu-gleði-Eurovision-hátíð”. ( Er hægt að orða þetta betur??).

Enn ein gleðistund Dalvíkurbyggðar, því það sem á undan er gengið í ánægjustundum hér í byggð, er náttúrulega Eyþór Ingi, sigurvegari Bubba, og ekki bara það, heldur hans einlæga og hógværa framkoma, umhyggja hans við byggðarlagið, og bara að vera hann sjálfur, ekki láta frægðina stíga sér til höfuðs. Húrra, húrra, húrra, Húrra, fyrir Eyþór Inga og hans fjölskyldu, við vitum öll, að “fjölskyldu-styrk” þarf til að ganga í gegnum svona þrekraun, og hún er ábygglega ekki alltaf sársaukalaus, hvorki andlega né líkamlega.

TIL HAMINGJU EYÞÓR, MEÐ ALLT ÞITT !!!!

Svo snúum við okkur að fegurðinni. Ég tek undir orð Hjörleifs Hjartar. á Degi.net þar sem hann taldi sig vita það mönnum fremur að íbúar Dalvíkurbyggðar væri hæfileikafólk á öllum sviðum fremur aðra, en að við værum líka fallegust, það værum við bara einfaldlega ekki búin að átta okkur á, FYRR EN NÚNA !

Sonja Björk Jónsdóttir var kjörin Ungfrú Norðurland á dögunum. Sveitastelpan úr Svarfaðardal er fegurst allra fallegra á Norðurlandi. Þetta er gríðarlegur heiður fyrir Sonju og alla íbúa Dalvíkurbyggðar.  Mér finnst bara alltof  lítið gert úr þessum sigri, því allri vita að ungfrúrnar sem taka þátt í þessari keppni, leggja mikið á sig, bæði er um miklar líkamlegar æfingar að ræða til að líta sem best út á réttum tíma, og svo þurfa þær að glíma við ýmislegt andlegt áreiti.  Það eru jú ekki allar ungfrúr Norðurlands vanar því að ganga um svið í “bikiní”, og ekki eru þær allar vanar því að koma fram fyrir fólk almennt. Og svo eru ýmsar óánægjuraddir sem enn geysa um keppnina sjálfa, sem þær sjálfar þurfa oftar en ekki að svara og sverja fyrir, sem þær annars ættu nú ekki að þurfa gera, heldur keppnishaldararnir sjálfir.   En í Dalvíkurbyggð eru ekki fordómar út í þessa keppni, Sonja er okkur fallegust, og við segju líka Húrra, húrra , húrra , húrra, fyrir Sonju og sendum henni sömu strauma á úrslitakvöldi Ungfrú Ísland, sem ég veit reyndar ekki hvenær verður.

Svo er það Eurovision-Partíið í Dalvíkurbyggð.  Júlli Júll. hefur blásið saman samkennd og samhug íbúar Dalvíkubyggðar til að halda eina stóra Eurovision-hátíð í Dalvíkubyggð. Til efnið er, jú, enn einn sonur Dalvíkurbyggðar að slá í gegn.

Friðrik Ómar er reyndar ekkert að slá í gegn í fyrsta skipti, og alls ekki hér í Dalvíkurbyggð, en nú reynir á andlega-strauma frá öllum, og styðja við bakið á honum á sviðiðnu í Serbíu. Það verður alveg ljóst að andlegir-straumar úr Dalvíkurbyggð austur til Serbíu, verða það öflugir að óvíst er að farsímasamband verði hnökralaust rétt á meðan.

Júlli hvetur alla íbúa Dalvíkurbyggðar til þess að kveikja á útijólaseríum, tendra kyndla við lóðamörk eða kveikja friðarkerti. Allir eru velkomnir í Víkurröst og fylgjast með keppninni á risabreiðtjaldi og risahljóðkerfi, en síðast og ekki síst að allir hugsi til Friðriks og hans félaga út í Serbíu, og styrki hann andlega með því.  Okkar hugur til hans ber hann hálfa leið og svo verður hann að sjá um rest sem hann gerir örugglega.

Við í Dalvíkurbyggð höldum þessa hátíð ekki síst vegna þess að vitum að Friðrik mun aldrei, og þá MEINUM VIÐ ALDREI, verða landi og þjóð til skammar, nema síður væri. Og ég skal segja ykkur hvers vegna.

Friðrik er frekur að eðlisfari, þannig er hann bara.  Hann er mjög ítinn á það sem hann vill koma á framfæri, hvort sem það er hann sjálfur eða málefni. (Annars væri hann ekki þar sem hann er í dag, hann trúir og treystir sjálfum sér, og gera aðrir betur.)  Friðrik geldur líkum líkt ef honum er misboðið, en hann er líka manna fyrstur að biðjast afsökunar ef hann fer fram úr sér eða sér eftir einhverju.

Friðrik er ofsalega góður strákur. Hann hugsar vel um sína fjölskyldu og vini (þó hann mætti hafa pínu meira samband í Dalinn). Hann er mjög tilfinninganæmur og tekur mjög inná sig hverskonar áföll og ósætti. Hann hefur rosalega þægilega nærveru, laus við frægðarljóma og merkilegheit, og það fylgir honum alltaf ákveðin gleði og jákvæðni. Það er okkur Sveitahjúunum mikil gleði þegar hann kemur í heimsókn, þá sækir hann sína mjólk og sitt “bakkelsi”, ég hef allavega ekki þurft að þjóna honum til borðs ennþá, hvað sem verður eftir þessa frægðarför. (Næst veður það kannski lifvörður á bæjarhólnum , á meðan hann treður í sig  ”heimabakað”  og ógerilsneydda mjólk.))

En það sem mér finnst, sem frændi og vinur Friðriks, svo stórkostlegt við þennann dreng, er það, (og ég hef sagt það oft áður) að hann þarf ekki að þakka neinum það, hversu langt hann er kominn í lífinu.  Ég hef fylgst mjög vel, og starfað með um tíma, þessari sál, og ég veit uppá hár, að ekki hefur hann alltaf fengið stuðning eða velvild allstaðar í sinni baráttu til að koma sér áfram. En að öllum öðrum ólöstuðum þá held ég nú samt þegar upp er staðið að mestann stuðninginn hefur hann fengið og fundið hér í Dalvíkurbyggð.  Ekki bara eftir að hann var “frægur”, heldur líka áður, því við fórum á Sæluviku í lagakeppni þar, þá studdi fyrirtæki og fólk úr Dalvíkurbyggð við bakið á okkur. Við stofnuðum á sínum tíma “Karnival-band Dalvíkur” og þar studdu við bakið á okkur mörg fyrirtæki í Dalvíkurbyggð.  Við fórum í Landslagskeppnina á sínum tíma, og þá var sami stuðningurinn frá Dalvíkurbyggð. Vel á minnst Landslagskeppnina þá vann Regína Ósk með æðislegu lagi og Gospelkórinn hjálpaði til.  Í báðum þessum keppnum urðum við í öðru sæti. 

En þó ég segi að við fórum þetta og við fórum hitt, þá var það tónlistarást Friðriks sem gerði það að verkum að þetta varð að veruleika, þó ég ætti texta sem sungnir voru þá, þá var ég alltaf eins og illa gerður hlutur innan um hitt. Friðrik sá um þetta allt og mig grunar að ég hafi nú ekki fengið að borga allann þann hlut í kostnaði sem mér bæri á þeim tíma.

En úr Dalvíkurbyggð munu streyma andlegir straumar úr Dalvíkurbyggð, þökk sé Júlla Júll. sendiherra Dalvíkurbyggðar.a

Við í sveitinni eru búin að fylgjast með bloggi og fleiru á netinu af “frænda” og fyrsta æfingin sem við sáum í frekar lélegum myndgæðum, var flott.   En það veit sá sem allt veit, að stressið verður tekið alfarið frá Eurobandinu, í Svarfaðardalinn á meðan á keppninni stendur, við skulum taka sviðskekkinn á okkur rétt á meðan, þið sjáið um fluttninginn.

Ég veit að Friðrik les þetta,  þá segi ég bara: Þið gerið eins og vel og þið getið, þá erum við öll ánægð.  Ástarkveðjur úr Dalnum til ykkar allra og gangi ykkur sem allra best.

Svo er það bara !

PALLI Á NASA HVAÐ !!!

LANG-STÆRSTA EUROVISION-PARTÍ LANDSINS VERÐUR Í DALVÍKURBYGGÐ !!!!

2.000 MANNS MEÐ OPIÐ HÚS UM ALLAR GRUNDIR.

GÓÐA SKEMMTUN !!

2 ummæli

  1. 18. maí 2008 kl. 10.36 | Slóð

    Var að finna bloggið þitt…takk fyrir frábært blogg, takk fyrir afar góð orð í minn garðþ Þú ert góður penni….og ég held nú að svona penni sem býr í góðu sköpunarorkunni í dalnum eigi að skrifa meira…eða koma því á prent sem til er.

  2. 20. maí 2008 kl. 23.52 | Slóð

    Góðu orðin um þig Júlli hljóma um allt í Dalvíkurbyggð. Það er bara verst að þú heyrir þau kanski sjaldnast sjálfur, sem annars ættir að fá að heyra þau fekar en allir aðrir.
    Spenningurinn og jákvæðnin í kringum þín störf veit ég að er margfalt meiri en þig n0kkurn tímann grunar, svo í guðs bænum haltu áfram við það sem þú ert að gera, og haltu áfram að halda fjölskyldugildum og hófsemi á lofti, þá mun þetta ganga alveg hreint ótrúlega vel, hér eftir sem hingað til, og það eru nú ekki allir sem hafa heilt Byggðarlag að baki sér.
    En allir þurfa hrós, það veit ég best sjálfur, og hvort sem það eru stjörnur eins og Friðrik Ómar, Eyþór, eða hver það er, þá þurfa allir fjölskyldu og styrk, hvort sem hún er andleg eða veraldleg.