Færslur mánaðarins: apríl 2009

Kosningar 2009 !

Ekki veit ég hvað ég á að kjósa í ár.
Ég er bóndi og eina framboðið sem hefur boðað eindregna andstöðu við aðalandstæðing bænda hér á landi er ESB aðild.
Þetta má Sjálfstæðisflokkurinn fá rós fyrir, en ekki er meira um hann að tala.
Framsókn er með mjög þröng skylirði sem er vel og annað sem hugnast vel […]

Aðeins meira um minningarljóð !!!!!

Ég spyr sjálfann mig að þessu í hvert skipti:
Hvort vildi ég eiga margar milljónir í sjóð sem kæmi til erfða eftir minn dag, annað hvort eftir erfðarskrá og /eða rifrildi (málaferli),   eða hitt, hamingjusama og lífsfyllta fjölskyldu og óendanlega vingjarna nágranna og ástkæra umgjörð um líf mitt, þar sem ekki væri hægt að rífast um […]

Minningarljóð ! (Vekur mann til umhugsunar).

Einn af mínum blórabögglum fáviskunar er sá, að geta föndrað saman talað mál í bundið mál á íslensku.  Ekki er ég góður í þessari fornri íþrótt, miðað við okkar snillinga, en alltaf er lifandi að læra og svo gerir maður á meðan er.
Um daginn var ég beðin að skrifa minningarljóð eftir, annars vegar karlmann og hins […]

Leikfélag Dalvíkur !!

Mig langar að tala um Leikfélag Dalvíkur !! http://www.leikfelagdalvikur.net/index.php
Leikfélga Dalvíkur heldur út frábæra netsíðu, sem er mjög fróðleg og skemmtileg fyrir íslenskt áhugafólk um leiklist í áhugamannaleikfélagi.
Ég og margir aðrir eru sammála um það að íslensk leiklist fari fyrst og fremst fram hjá áhugaleikhúsum  á eftir atvinnuleikhúsum.  Áhugaleikhúsin spila meira á hjarta og tilfinningar, burt […]

Eruvision 2009 !

Ég hef dundað við það síðustu vikur að hlusta á framlög landa til Eruvision 2009 á http://www.esctoday.com sem er frábær miðill fyrir Eurovision “sjúklinga” eins og mig marga fleiri.
Eins og gengur eru lögin misvel heyrnarþjál, og í ár er slakasti flokkurinn stærri en oft áður.  Í fyrra var góði flokkurinn óvenju stór að vísu, og […]

Hver ber virðingu fyrir Alþingi í dag !!!?????

Alltaf er talað um það, sérstaklega á milli eldri borgara lansins að Alþingi sé elsta og “virðulegasta” samkunda landsins fyrr og síðar. Að allir Íslendingar þurfi að bugta sig og beygja fyrir alþingi þjóðarinnar, vegna þess að þar sé svo mikilvægt og virðingarvert fólk að störfum, að ekkert má trufla þeirra athygli og vinnufrið til […]

Enginn getur verið bóndi, nema að eiga góða nágranna !!

Við erum bændur !
Við búum í tiltölulega litlu samfélagi í Svarfaðardal, sem markast frá “Tunguafleggjara” og framm. (Mjög þröngt skilgreint).  Auðvitað er Svarfaðardalurinn og Skíðadalurinn eitt samfélag í víðara samhengi, en samheldnin í “Fram-dalnum” á fáa sér líka held ég.
Við búum hér með kýr, kindur og eina tík, og hesta ef konan fengi að ráða, […]

Útrásarvíkingar í nauðvörn !

Mér finnst dálítið kaldhæðnislegt þegar sjálfir útrásavíkingar eru að senda frá sér mótmæli og einhverjar útskýringar út í loftið, gegn einhverjum fréttum að dularfullt athæfi þeirra, þegar aðalfjörið var í “gervigreindarheimi” peningafyllerís þeirra.
Halda þessir karlar, Jón Ásgeir, Sigurður Einarss, Ólafur Ólafss., og allir hinir sem  hafa fjölskyldur og heimili  Íslands, á bakinu í gjaldþrotum, að […]