Meira um Eurovision !!

Á eurotimarnir.blogspot.is eru birt lög frá þeim löndum sem búin eru að velja sitt framlag í Eurovision 2010.

Lögin falla misjafnlega að smekk mann eins og á að vera í Eurovision.  Tíu lönd eru búin að velja sitt framlag, og þau eru þessi :  Albanía, Armenía, Danmörk, Finnland, Holland, Ísland, Kýpur, Pólland, Noregur og Sviss.

Af þessum tíu lögum finnst mér lögin frá Armeníu, Finnlandi, Kýpur og Noregi standa upp úr.

Armenía sendir Evu Rivas gullfallega dömu sem getur sungið betur en margur annar. Lagið er þjóðlegt, en kaflaskipt, en fellur vel við hlustun.

Finnska lagið er líka mjög þjóðlegt og heimilislegt einhvernveginn. Flutningurinn mjög afslappaður og skemmtilegur. Flott útsetning og raddir.

Kýpur er með gítarsnilling í forgrunni sem getur sungið líka. Þetta er bara flott lag og flottur fluttningur.

Norski Didrik Solli-Tangen er alveg rosalegur söngvari. Frábær rödd og rosalegt tónsvið sem þessi drengur hefur. Lagið hugljúft en mjög kraftmikið, það kæmi mér ekkert á óvart að Eurovision yrði haldin í Noregi líka 2011.

Ísland sendir örugglega langbestu söngkonu keppninar í ár, það getur engin orðið betri en Hera Björk. En lagið er önnur tilraun af This is my life, og lítið meir um það að segja, en ég sendi Heru og hennar fólki bestu óskir um gott gengi, kanski það verður til árangurs, þegar væntingar eru ekki miklar. Hver veit ?  !!!  Áfram Ísland..!