Eurovision á Íslandi 2010 !

Ég segi það strax að ég hefði vilja sjá “I believe in angels” með Sigrunu Völu fara til Noregs.

En Hera Björk var valin og ekki að ósekju, því hún er langbesta söngkona okkar Íslendinga í dag.  Þið sem fóruð t.d. á Frostrósirnar í ár , sáuð það og heyrðuð að hún átti alla þá tónleika skuldlausa frá kvenþjóðinni, og Friðrik Ómar sérstaklega þegar hann tók “Ave maria”, það var bara “geðveikt”.

En allir sem mig þekkja vita að ég var óánægður með úrslitakvöldið, áður voru dottin út lög sem áttu sannarlega að vera í úrslitunum og svo öfugt.

En af þeim lögum sem komust í úrslitin, þá var ég mjög ánægður með að Hera kæmist þá áfram sem flytjandi, því ég veit að hún á eftir að heilla allt og alla í kringum sig, hún er bara þannig.

En pólítíkst væri það rosalega sterkt að Hera og Jogvan gætu gert þetta lag að einhverskonar dúett.  Þannig gæti Ísland þakkað Færeygingum á mjög svo opinberum og alþjóa vettfangi fyrir þá skilyrðislausu og eindrægnu hjálpsemi sem þeir sýndu Íslensku þjóðinni, með því að lána íslandi pening á meðan engar aðrir þjóðir þorðu og þora ekki enn að lána krónu, og þá ekki nema með hinum og þessum skilirðum.

Það væri bara æðisleg og mjög táknræn þökk frá Íslandi til Færeyjar, ef hægt væri að koma þeim báðum Heru og Jógvan fyrir á sviðinu í Noregi, Færeyjar eiga það inni hjá okkur svo ekki sé meira sagt.