Leikskólinn Fagrihvammur á Dalvík (Kátakot) !!

Við eigum tvo yndislega drengi. Annar er fimm ára og er að berjast við “einhverfu”, en hinn er þriggja ára og er aðallega að berjast við frekju og stjórnsemi, en það er vel innan eðlilegra marka..

Þeir eru báðir á leikskólanum “Fagrahvammi”(Kátakoti) á Dalvík.

Fljótfrásagt þá líkar okkur mjög vel við leikskólann og allt starfsfólkið sem þar er.

Helga Helgadóttir er með Magna okkar, einhverfann, og hún er bara frábær. Honum þykir svo vænt um hana og treystir henni mjög vel, sem er oft erfitt hjá einhverfu. 

Helga Snorra hefur náttúrulega unnið þrekvirki á árum áður, svo eru þær þarna  Dóra, Ása, Emmi, Guðrún Anna, Helgurnar báðar, Harpa og Lárey.

Ástarkveðjur til ykkar allra á “Fagrahvammi”(Kátakoti).