Útsvar Dalvík - Rykjavík !

Ekki var nein spenna í Útsvari í kvöld, en Dalvíkingar stóðu sig með príði, ég held að ég hafi staðið uppi með heil þrjú stig þegar allt var talið eftir keppnina.

Þau voru alla vega betri en ég. Og ekki furða.

Reykvíkingar voru betri í kvöld, og þannig var það.  En ég fyllist alltaf einhverju “samhyggðar-stolti” (kanski er þetta orð ekki til) þegar ,mótherinn stendur upp eftir bardaga og færir andstæðingi sínum gjöf til marks um að “eigi skuli erfa bardaga þennannm, heldur fylkja liði og gleðjast í sátt og samlindi”.

Þetta hefur Dalvíkurbyggð gert í tvígang. Fjallabyggð nágrannir vorir fengu kort í fjallið og í sund, og sönglagadisk.

Reykvíkingar fengu diskinn með Karlakórnum okkar Dalvíkinga. Mjög rausnarlegt svo ekki sé meira sagt.

Dalvíkurbyggð hefur verið lang gjöfulasti og verðugasti andstæðingurinn, hann gefur alltaf eitthvað til baka.  Þannig er líka Dalvíkurbyggð í heild sinni,  Þú færð svo margt margfalt til baka þegar þú heimsækir Dalvíkurbyggð, meiri segja óundirbúið, það eru allir undirbúnir fyrir þig, þó þú  vitir ekkert hvað þig langar að gera.