Kaffihúsið “Berg” á Dalvík !

Þó skömm sé frá að segja þá fórum við í fyrsta skiptið á Kaffihúsið Berg á Dalvík s.l. laugardag, mörgum mánuðum eftir að það var opnað, og svo telur maður sig vera Svarfdæling og Dalvíking sem styður alla nýbreytni í byggðarlaginu, og svo lætur maður ekki sjá sig. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga hjá okkur !!

En ég hvet alla sem leið eiga um Dalvík, já og bara þá sem búa í Dalvíkurbyggð að “droppa” við og fá sé kaffi, kakó, safa og ég veit ekki hvað, og svo ekki sé nú mynnst á heimabakaðar tertur, kökur eða brauð, allt hvað fólk vill kalla þetta.

Ég var yfir mig hrifinn og bara hissa hvað er virkilega notalegt að sitja þarna. Ég var fyrirfram búinn að ákveða að þetta væri gróft og kuldalegt, en ég þurfti að éta það ofan í mig hressilega, með dýrindis flatbrauði og kökusneið með rjóma, allt heimabakað.

Inga , Svala , og Bogga eru að gera frábæra hluti þarna, og það á bara að vera skylda allra að droppa þarna við.

Kaffihúsið “Berg” er hlýlegt og notalegt, frábærar veitingar, þarna getur ferðafólk sótt allar upplýsingar um Dalvíkurbyggð á einum stað, mjög hlýjar og góðar móttökur, og síðast en ekki síst, ódýrt !!!

Gangi ykkur vel með þetta Inga, Svala og Bogga, þetta var akkúrat það sem Dalvík þurfti á að halda.

Takk fyrir okkur !!