Viljum við “gróðahyggju” eða “samfélagshyggju” ??

Lífið er ást, kærleikur, fjölskylda, væntumþykja, vinir, margir vinir, umhyggja fyrir vinum og þeirra fjölskyldu, umhyggja fyrir nánasta samfélagi, umhyggja fyrir nágrönnum og eignum þeirra, Samfélagið í heild og hverfisbundið, samfélagið út á landi eftir sveitum, umhyggjan fyrir lífinu yfirleitt, ást og umhyggja fyrir samfélaginu í heild og þykja vænt um hvern og einn hvort sem hann býr í sveit eða þéttbýli, afskekkt eða við þjóðveg. Lífið er allt þetta, við verðum að taka tillit til allra, miða okkar hugsjónum út frá samfélagshugsjóninni.

Sumir segja það skref til baka.!!  En er það ekki einmitt skref áfram, að byggja samfélagið aftur upp á því að verða sjálfbær í fæðu t.d. ef Katla færi að gjósa.  Þessi “lásí” verðkönnun sem gerð var um daginn og þar sem dregin var sú ályktun að íslenskur landbúnaður væri að hækka matvöruverð gríðarlega. Var enn eitt dæmið um viðskiptaveldi í andarslitrunum, því enginn íslendingur sem kaupir daglega inn til matar trúir svona kjaftæði í dag, Það var hægt að ljúga þessu endalaust á meðan gengið hjálpaði þessum gaurum sem í þá daga, sem í dag eru allir orðnir gjaldþrota og sitja uppi með innlenda framleiðslu sem þeir lögðu nótt við dag að reyna útrýma hér á landi.

Og enn eru þeir að reyna að “gjélda” lanbúnaðinn, því ef eitthvað bjátar á eru þessi aumingjar að vorkenna sér undan háu verði frá bændum landsins, en leyfa sér undanbragðalaust að hækka innfluttar vörur án trúverðugra sannana.

Ég lýsi líka frati á Bændasamtökin og Landsamtök Kúabænda og Landsamtök Sauðfjárbænda, að svara ekki svona augljósum rugludöllum fullum hálsi, og leyfa ekki nokkrum manni að komast upp með svona lygar í fjölmiðlum, því þetta eru ekkert annað er lygar sem neytandinn trúir, Því neytandi í dag er bara matreyddur bæði hvað gæði og verð snertir. Hann veit bara það sem honum er sagt annað ekki.

BÍ verður nú að fara að standa í lappirnar og svara fyrir bændur eins og almennilegt verkalýðsfélag, BÍ er ekkert annað í dag……