Færslur höfundar: Gunni Þóriss

Heil og sæl aftur, nú er ég mættur hér !

Eftir tveggja ára veru á “Facebook” þá hef ég gefist upp á þeirri auglýsingaveitu og er lentur hér aftur með innantóm skrif um allt og ekkert.

Viljum við “gróðahyggju” eða “samfélagshyggju” ??

Lífið er ást, kærleikur, fjölskylda, væntumþykja, vinir, margir vinir, umhyggja fyrir vinum og þeirra fjölskyldu, umhyggja fyrir nánasta samfélagi, umhyggja fyrir nágrönnum og eignum þeirra, Samfélagið í heild og hverfisbundið, samfélagið út á landi eftir sveitum, umhyggjan fyrir lífinu yfirleitt, ást og umhyggja fyrir samfélaginu í heild og þykja vænt um hvern og einn hvort […]

Kaffihúsið “Berg” á Dalvík !

Þó skömm sé frá að segja þá fórum við í fyrsta skiptið á Kaffihúsið Berg á Dalvík s.l. laugardag, mörgum mánuðum eftir að það var opnað, og svo telur maður sig vera Svarfdæling og Dalvíking sem styður alla nýbreytni í byggðarlaginu, og svo lætur maður ekki sjá sig. Þetta er eitthvað sem við þurfum að […]

Leikskólinn Fagrihvammur á Dalvík (Kátakot) !!

Við eigum tvo yndislega drengi. Annar er fimm ára og er að berjast við “einhverfu”, en hinn er þriggja ára og er aðallega að berjast við frekju og stjórnsemi, en það er vel innan eðlilegra marka..
Þeir eru báðir á leikskólanum “Fagrahvammi”(Kátakoti) á Dalvík.
Fljótfrásagt þá líkar okkur mjög vel við leikskólann og allt starfsfólkið sem þar er.
Helga Helgadóttir […]

Eurovision á Íslandi 2010 !

Ég segi það strax að ég hefði vilja sjá “I believe in angels” með Sigrunu Völu fara til Noregs.
En Hera Björk var valin og ekki að ósekju, því hún er langbesta söngkona okkar Íslendinga í dag.  Þið sem fóruð t.d. á Frostrósirnar í ár , sáuð það og heyrðuð að hún átti alla þá tónleika […]

Útsvar Dalvík - Rykjavík !

Ekki var nein spenna í Útsvari í kvöld, en Dalvíkingar stóðu sig með príði, ég held að ég hafi staðið uppi með heil þrjú stig þegar allt var talið eftir keppnina.
Þau voru alla vega betri en ég. Og ekki furða.
Reykvíkingar voru betri í kvöld, og þannig var það.  En ég fyllist alltaf einhverju “samhyggðar-stolti” (kanski […]

Fíkniefnaleit í framhaldsskóla !!

Ég er ekki alveg að skilja þessa andúð á því að lögregla og aðrir sem um málin fjalla, geri óvænta húsleit í framhaldsskólum landsins að fíkniefnum.  Hvað hefur sá einstaklingur á móti slíkri skoðun, nema Þá að eitthvað sé gruggugt í hans fórum. 
Mér finnst þetta frábært framtak hjá skólastjórnendum og lögreglu og öllum sem að […]

Þetta er hið breytta Ísland með skjaldborg um heimilin !!

http://frettir.ruv.is/frett/taka-ser-milljonalaun-eftirlits
http://www.visir.is/article/20100217/FRETTIR01/9http://www.visir.is/article/20100216/FRETTIR01/804622616/-166182904/-1
http://blogg.visir.is/gudmunduroli/?p=5150
http://www.dv.is/frettir/2010/2/17/borgin-greiddi-meintum-mansalsmanni-milljonir/
http://www.dv.is/frettir/2010/2/14/thau-liggja-undir-grun/
http://www.dv.is/frettir/2010/2/14/afskriftir-audmanna/
http://www.dv.is/frettir/2010/2/13/eyglo-skjaldborgin-i-kringum-banka-og-fjarmalastofnanir/
http://www.dv.is/frettir/2010/2/13/sami-eigandi-fyrir-og-eftir-gjaldthrot/
http://www.dv.is/frettir/2010/2/12/studningsmadur-gunnars-fekk-tugi-milljona/
http://www.dv.is/frettir/2010/2/11/gunnar-fekk-lan-fra-karli/
http://www.dv.is/frettir/2010/2/11/finnbogi-segir-lanid-hafa-verid-neydarlan-icelandic-group/
http://www.dv.is/frettir/2010/2/10/einar-karl-fekk-milljonir-fra-kaupthingi/
Svona má lengi lóðsa um vefinn, allstaðar er skjaldborg heimilina snúið á hvolf, þannig að heimilin skuli borga á meðan allir sem sukkuðu í ruglinu fái að halda því áfram með blessun Jóhönnu, Steingríms og ekki síst Viðskiptaráðherrans okkar sem var hvað stór-kjaftaðastur fyrir tíð þessarar ríkistjórnar, en hefur sjálfur ekki náð að skrúfa fyrir […]

Armenska söngdívan Eva Rivas !

Var að dunda mér á youtupe.com, og sló upp nafni Evu Rivas sem singur fyrir hönd Armenínu í Eurovision í ár.
Ég skora á ykkur sem aðhyllast frekar hugljúfri tónlist að skrá nafn hennar á leit á youtube.com og hlusta á lögin hennar þar, hún er alveg frábær finnst mér, alveg frábær.

Meira um Eurovision !!

Á eurotimarnir.blogspot.is eru birt lög frá þeim löndum sem búin eru að velja sitt framlag í Eurovision 2010.
Lögin falla misjafnlega að smekk mann eins og á að vera í Eurovision.  Tíu lönd eru búin að velja sitt framlag, og þau eru þessi :  Albanía, Armenía, Danmörk, Finnland, Holland, Ísland, Kýpur, Pólland, Noregur og Sviss.
Af þessum […]