Færslur flokksins: Ábendingar

Vorblærinn !

Vorblærinn ! 
 
 
Vorblærinn brýst gegnum vetrarins gný,með vængjaþyt farfugla birtist á ný,sólin, sem hækkar sitt himneska flug,með hlýjunni vísar hún frosti á bug.Ylurinn líður frá hafi í land,lindýrin vakna og halda á rand. 
Frostið í jörðu sig færir um set,og fannirnar hopa,- fet fyrir fet,ylur frá vorblænum áreynslulaust,eflir það líf sem að fraus strax í haust.Rætur alls […]

Við Höfnina ! Veitingastaður á Dalvík !!

Veisluþjónustan (Gústaf Þórarinss.) hefur opnað veitingastað á Dalvík “Við höfnina”.
Gústa þekkja allir Dalvíkingar sem kokk, og allir vita hvað þeir fá þegar Gústi er kokkur.
Ég hef margoft lent í matarveislum, hlaðborðum og snittum, þar sem Gústi ber ábyrgð á öllu saman, og ég hef aldrei, og ég segi það aftur, ég hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum.
Ég […]

Friðrik Ómar syngur á Dalvík !

Nú ætlar Friðrik Ómar að koma til Dalvíkur með söngprógramm ásamt píanóista, og af auglýsingum að dæma þá verður það dagskrá af hugljúfunótunum með sögum af sjálfum sér á milli laga.
Ég hef náð því að sitja tvenna tónleika með Friðrik eftir að hann varð “almannaeign”. Seinni tónleikarnir voru í Dalvíkurkirkju, en þar söng hann með […]

Erna Hrönn hætt í “Bermuda”! (Vekur upp gamlar minningar)

Þegar ég las þessa frétt á visir.is, þá fóru nú minningarnar að streyma eins og oft áður.
Ég þekki Ernu ekkert persónulega, annað en það að hún söng með okkur í hljómsveit sem þá hét “Aktiv” á Dalvík, tvö böll ef ég man það rétt.
“Aktiv” skipuðu, Friðrik Ómar, (sem nú er þjóðareign) þar spilaði hann á […]